Bauroc gefur út umhverfisyfirlýsingu fyrir vörur sínar

18.08.2021

Bauroc gefur út umhverfisyfirlýsingu.

Bauroc hefur gefið út umhverfisyfirlýsingu, e. Environmental Product Delaration eða EPD, fyrir framleiðsluvörur sínar. Bauroc er fyrsti framleiðandi steypueininga í Eystrasaltslöndunum til að gefa út slíka umhverfisyfirlýsingu sem uppfyllir kröfur EN 15804+A2 og  ISO 14025 / ISO 21930. Umhverfisyfirlýsing vöru staðfestir upplýsingar um hvaða umhverfisáhrif varan hefur yfir líftíma sinn. Yfirlýsingin er staðfest af óháðum vottunaraðila. Húsbyggjendur geta þannig kynnt sér hver umhverfisáhrif Bauroc eru.

Sjálfbærni skiptir okkur öll máli og byggingarefnin frá Bauroc hafa einstaka eiginleika þegar kemur að sjálfbærni. Bauroc er eingöngu unninn úr náttúrlegum efnum, sem auðvelt er að endurvinna.

Þú getur sótt umhverfisyfirlýsingar Bauroc [hér]