bauroc Hand- og rafmagnsverkfæri

Límsleði

bauroc LÍMSLEÐI er ætlaður til að dreifa bauroc FRAUÐSTEYPULÍMI á einingarnar við hleðslu. Sleðinn skilar límlagi í jafnri þykkt sem tryggir að fúgur verða einsleitar og jafnar.  375 mm og 500 mm breiðir sleðar geta dreift líminu í tveim rákum, með loftrými á milli sem gefur fúgunni aukna varameinangrun. bauroc LÍMSLEÐI er afar handhægur við hleðslu langra, beinna veggja. Límsleðar fást fyrir allar einingabreiddir á bilinu 150-500 mm.

Límspaði

bauroc LÍMSPAÐI kemur að miklu gagni þegar hlaða skal flókna, stutta veggi. Límspaðar fást í eftirfarandi breiddum: 50 mm, 100 mm, 150 mm og 200 mm.

Þjöl

bauroc Þjöl er ætluð til slípunar á hörðnuðu einingalími, og til að slétta ójöfnur af veggyfirborði.

 

raspel

 

 

Vinkill

 

Vinkill er ómissandi við handsögun eininga.

Handsagir og rafmagnsbandsagir.

Ætlaðar til sögunar á bauroc einingum á byggingarstað. Bandsagir fást í tveim gerðum, MBS 650 hefur sögunarhæð 650 mm, og MBS 510 hefur  sögunarhæð 510 mm.

Hand- og raflagnafræsir

bauroc FRÆSIR er tæki, ætlað til að fræsa spor í veggi fyrir styrkingar, lagnir eða rör.

Elektrifrees

Dósarbor

Ætlaður til að bora göt fyrir rafmagnstengla og -rofa. Einnig notaður til að bora göt fyrir vatns- og loftræsirör.

Fæst í eftirfarandi þvermálum: 80 mm og 120 mm.

Slípibretti

bauroc SLÍPIBRETTI er notað til að slétta ójöfnur á yfirborði veggeininga við hleðslu, og yfirborð fyrir lokameðferð.