bauroc ECOTERM+

bauroc ECOTERM+- einingar eru framleiddar úr frauðsteypu með eðlisþyngd 300 kg/m³ og þrýstiþol fb=1,8 N/mm². bauroc ECOTERM+-einingar fást í 3 mismunandi þykktum (500 mm, 375 mm og 300 mm).

ECOTERM+ 500

Notkunarsvið

Aðalnotkunarsvið vörunnar er við byggingu orkunýtinna eins lags útveggja sem eru ekki einangraðir frekar. bauroc ECOTERM+-einingarnar má nota í einbýlishús, fjölbýlishús, skrifstofu- og stofnanahúsnæði, sem berandi og einangrandi einingar.

Lögun og flokkun

bauroc ECOTERM+-einingarnar teljast sem múrsteinseiningar í 1. flokki, sem uppfyllir kröfur til múrsteina í samhæfðum staðli og er CE-merktur.
Um er að ræða ferhyrnda múrsteina með sléttu yfirborði, á öðrum endanum er að finna eina (300 mm) lóðrétta nót eða tvær (500 mm og 375 mm) lóðréttar nótir.

bauroc ECOTERM+ 500 og 375

Sterkar, þéttar en jafnframt léttar veggeiningar í 500 mm og 375 mm breiddum gera unnt að reisa eins lags útveggi með miklu einangrunargildi, án notkunar annarra einangrunarefna. Þykkt veggjanna veitir vörn gegn hita að sumarlagi og kulda á veturna. Þeir tryggja góða hljóðeinangrun og brunavarnir. Þrátt fyrir stærð sína eru einingarnar léttar og auðveldar í notkun. Þær henta afar vel fyrir byggingaframkvæmdir einkaaðila. Ekki er þörf á notkun flókins búnaðar við framkvæmdir.
Einingarnar hafa mikið þrýstiþol: (fb=1,8 N/mm²), sem gerir kleift að reisa margra hæða burðarveggi. Mögulegur fjöldi hæða ákvarðast af aðstæðum og hönnun í hverju tilviki, og ekki síst af lengd loftplötueininga, og staðsetningu og fjölda dyra- og gluggaopa. Dæmigerður fjöldi hæða er 2-3. Styrkur eininganna fer að sjálfsögðu eftir efnisstyrknum sjálfum, en einnig þykkt þeirra. Þess vegna er unnt að reisa fleiri hæðir með bauroc ECOTERM+375 og 500 einingum, en 200 mm einingum frá öðrum framleiðendum (þrátt fyrir meira þrýstiþol, sem nemur 3 MPa).

bauroc ECOTERM+ 300

Einingar í 300 mm þykkt má nota í byggingum þar sem einangrunarkröfur til útveggja eru lægri en sé um íbúðarhúsnæði að ræða: (íþróttahús, verslanir, lagerbyggingar,verksmiðjur o.s.frv.).

Vinnuleiðbeiningar

bauroc-einingar eru festar saman með þunnri múrfúgu. Slétt yfirborð og nákvæmni í ytri málum eininganna gera þetta mögulegt. Fúgurnar hindra myndun kuldabrúa, og tryggja veggnum meiri þéttleika og styrk.
Til þessa verks er notaður bauroc-þunnmúr sem hefur þrýstiþol ≥10 N/mm². Allar láréttar fúgur skal fylla af þunnmúrnum af mikilli vandvirkni. Fúgurnar skulu ekki vera þynnri en 1 mm og ekki þykkari en 3 mm. Í hverri lóðréttri fúgu verður a.m.k. ein eining hafa nót. Til þess að tryggja þéttleika lóðréttu fúganna skal fylla þessar nótir með bauroc-þunnmúr.

Mál

Vara Lengd (mm) Breidd (mm) Hæð(mm)
ECOTERM+ 500 600 500 200
ECOTERM+ 375 600 375 200
ECOTERM+ 300 600 300 200

Pökkun og flutningur

Einingunum er pakkað á vörubretti, 0,8 x 1,2 m, og vafðar krumpufilmu til varnar veðrun. Merkimiðar í mismunandi litum eru notaðir til auðkenningar á gerð eininga. Grænn miði auðkennir ECOTERM+-einingar.

Kennitölur til magnreikninga

Vara kg/stk stk/m² st./bretti m³/bretti m²/bretti Efnisnotkun þunnmúrs (kg/m²)
ECOTERM+ 500 24,3 8,3 24 1,44 2,88 11,7
ECOTERM+ 375 18,2 8,3 32 1,44 3,84 9,0
ECOTERM+ 300 14,6 8,3 40 1,44 4,80 7,5