bauroc PLADE

bauroc PLADE-milliveggjaplötur eru gerðar úr frauðsteypu með eðlisþyngd 535 kg/m³ og þrýstiþol fb=4,5 N/mm². Plöturnar fást í fjórum þykktum (150 mm, 125 mm, 100 mm, 75 mm).

ELEMENT 100

Notkunarsvið

bauroc milliveggjaplötur í milliveggi innanhúss án burðar, jafnt í þurr sem vot rými. Í þeim tilvikum þar sem plöturnar uppfylla hönnunarkröfur, má einnig nota þær í burðarveggi. Marglaga bauroc PLADE-milliveggir uppfylla einnig hljóðdempunarkröfur fyrir íbúðarhúsnæði. Vegna góðra brunatæknilegra eiginleika, henta plöturnar afar vel til klæðningar á ýmsum þjónusturýmum (lyftuop, lagnaleiðir). Auðvelt er að ljúka frágangi á veggjum, þar sem þeir eru tilbúnir strax eftir uppsetningu (spörtlun, flísalögn).

Helstu kostir

PLADE-milliveggjaplötur skera sig frá öðrum slíkum plötum (til uppsetningar milliveggja án burðar) þar sem þær eru léttari, og valda því minna álagi á sökkul og milligólf, hafa stærri utanmál, sem eykur byggingarhraða. Einungis þarf 4,17 stk Bauroc PLATA á hvern veggfermeter.

Lögun og flokkun

bauroc PLADE-milliveggjaplötur teljast sem múrsteinseiningar í 1. flokki, sem uppfyllir kröfur til múrsteina í samhæfðum staðli og er CE-merktur.
Um er að ræða ferhyrnda múrsteina með sléttu yfirborði.

Vinnuleiðbeiningar

Vegna stærðar þeirra er uppsetning bauroc PLADE-milliveggjaplatna fljótlegri en á öllum öðrum eininga- eða steinveggjum. Einungis þarf 4,17 stk bauroc PLADEá hvern veggfermeter.
bauroc PLADE-milliveggjaplötur eru múraðar saman með þunnmúr í þunnum fúgum. Þetta er unnt þar sem mál platnanna eru nákvæm, og yfirborð slétt. Fúgurnar harðna hratt og gefa veggnum aukinn styrk og stífleika. bauroc þunnmúrinn hefur þrýstiþol ≥10 N/mm². Fyllið allar láréttar og lóðréttar fúgur af vandvirkni með þunnmúrnum. Fúgurnar skulu ekki vera þynnri en 1 mm og ekki þykkari en 3 mm.

Mál

Vara Lengd (mm)) Breidd (mm) ð (mm)
PLADE150 600 150 400
PLADE125 600 125 400
PLADE100 600 100 400
PLADE75 600 75 400

Pökkun og flutningur

Plötunum er pakkað á vörubretti, 0,8 x 1,2 m, og vafðar krumpufilmu til varnar veðrun. Merkimiðar í mismunandi litum eru notaðir til auðkenningar á gerð eininga. Gulur miði auðkennir milliveggjaplöturnar

Kennitölur til magnreikninga

Vara kg/stk stk/m² stk/bretti m²/bretti Efnisnotkun þunnmúrs
(kg/m²)
PLADE150  26  4,2  40  9,6  2,6
PLADE125  21,7  4,2  48  11,52  2,2
PLADE100  17,3  4,2  60  17,28  1,7
PLADE75  13  4,2  96  23,04  1,3

Tækniupplýsingar fyrir PLADE-milliveggjaplötur er hér að finna.