Starfsstöðvar

Bauroc International samsteypan, með höfuðstöðvar í Eistlandi, er stærsti framleiðandi frauðsteypueininga í Norður Evrópu. Samsteypan rekur tvær nýlegar verksmiðjur í Eistlandi og Lettlandi, þar sem vélbúnaður er fenginn frá tveim helstu framleiðendum í Þýskalandi, Hess og Wehrhan.

Fyrirtækjasamstæðan í fjölskyldueigu var stofnuð árið 2001 og hefur árlega veltu upp um 40 milljónir evra og 240 starfsmenn í fjórum löndum.

Hrein náttúruleg gæðasteinefni, og vandaður framleiðslubúnaður, tryggja að tæknilegir eiginleikar bauroc vara teljast með því besta sem völ er á. Við erum félagar í samtökunum EAACA (European Autoclaved Aerated Concrete Association, Evrópsku frauðsteypusamtökunum), og allar okkar vörur eru CE-merktar.

Árið 2012 keypti fyrirtækið JÄMERÄ í Finnlandi,-elsta fyrirtæki í Evrópu sem selur ósamsett og tilbúin hús úr frauðsteypu. Þar með getum við boðið íslenskum húsbyggjendum 40 ára reynslu frá upphafi frauðsteypuframleiðslu.

Vegna gæða framleiðslu okkar, hefur bauroc náð miklum vinsældum nærliggjandi löndum. Vörur okkar eru seldar í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Þýskalandi og Rússlandi.

Bauroc er félagi í eftirfarandi samtökum:

Samtök eistneskra byggingavöruframleiðenda (EETL) eetl_logo
Viðskipta- og iðnaðarráð Eistlands (ECCI) eesti_kaubandus-tööstuskoda_logo
European Autoclaved Aerated Concrete Association (EAACA) eaaca_logo