bauroc frauðsteypa

tehas

NOTKUN FRAUÐSTEYPU Á HEIMSVÍSU

Frauðsteypa er- eins og fram kemur af nafninu- efni með frauðkennda uppbyggingu. Grunnur að framleiðslutækni efnisins var lagður í Finnlandi og Svíþjóð á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Tveir upphafsframleiðendur frauðsteypu í Svíþjóð voru Siporex og Ytong, sem eru jafnframt elstu og þekktustu framleiðendur vörunnar. Siporex gangsetti einnig verksmiðju í Lettlandi undir lok þriðja áratugarins. Á ensku er frauðsteypa almennt nefnd „Autoclaved Aerated Concrete“, skammstafað AAC eða „aircrete“; á þýsku „Porenbeton“, á sænsku „lättbetong“, á dönsku „porebeton“ eða „gasbeton“. Tæknin sem beitt er við frauðsteypuframleiðslu, hefur eins og vélbúnaðurinn, þróast gríðarlega frá upphafsárunum. Þar með hefur tekist að bæta frábæra eiginleika efnisins, og auka léttleika og styrk. Þetta gerir mönnum kleift að sameina styrk og varmaeinangrun í einu byggingarefni. Vörur úr frauðsteypu eru í dag framleiddar í flestum heimshornum undir mismunandi heitum: Til dæmis Celcon, Tharmalite og Durox i Bretlandi, og Hebel og Porit i Þýskalandi. Á heimsvísu eru árlega framleiddir tugir milljóna rúmmetra af frauðsteypuvörum. Öll hráefni í venjulegri frauðsteypu eru náttúruleg steinefni, sement, kalk og fínkornaður kvartssandur. Segja má að frauðsteypa sé að mestu loft, sem finna má í lokuðum holrýmum efnisins. Gæði frauðsteypu fara að mestu eftir hráefnum og framleiðslutækni sem eru mismunandi eftir framleiðslustöðum.

bauroc-EFNIÐ ER EINSTAKT Í SINNI RÖÐ

bauroc er vörumerki sem Bauroc AS notar fyrir frauðsteypuvörur framleiddar í verksmiðju félagsins skammt frá Kunda. Markaðssvæðið er, fyrir utan heimamarkaðinn Eistland, Svíþjóð, Finnland og St.Pétursborg og nágrenni í Rússlandi. Öll hráefni bauroc eru náttúruleg steinefni fengin úr nágrenni verksmiðjunnar í Eistlandi: Sement frá Kunda, kalk frá Rakke, og sandur úr sandnámum Bauroc í Toolse. Það er mikilvægt að geta þess að ekki er notuð olíurík flögubergsaska við framleiðslu bauroc vara. Í svonefndum öskuefnum frá Narva er um að ræða gjörólíka efnasamsetningu og eiginleika vörunnar. bauroc er léttasta steinefnið í byggingageiranum sem jafnframt hefur nægt þrýstiþol til notkunar í burðarveggi í húsum með mörgum hæðum.

Með samspili gæðahráefna og framleiðslutækni hefur náðst fram afar hagstætt hlutfall þrýstiþols og eðlisþyngdar, sem veita bauroc vörunum stöðu í fremstu röð á þessu sviði. Innilokaða loftið í holrýmum bauroc varanna (þvermál holrýma er á milli 0,5 og 2,0 mm) veitir þeim framúrskarandi eiginleika til varmaeinangrunar og gott brunaþol. Efnið er auðvelt í vinnslu og er raka- og frostþolið. Segja má að bauroc sé steinefni með vinnslueiginleika timburs, en engu að síður óeldfimt, raka- og fúaþolið. bauroc er umhverfisvænt efni sem hvorki inniheldur eða myndar skaðleg efni. Varðandi losun gaskenndra efna, uppfyllir bauroc hæstu flokkunarkröfur finnska RTS (The Finnish Building Information Foundation) staðalsins, þ.e. er í flokki M1. Úr léttustu bauroc einingunum, bauroc ECOTERM+ – má byggja eins lags útveggi með háum varmaeinangrunarstuðli, án notkunar annarra einangrunarefna. Þessi byggingaraðferð, með þykkum útveggjum með mikilli varmarýmd, tryggir hollt og þægilegt inniloft, sem líkja má við bjálkahús. Útveggur byggður úr bauroc ECOTERM+-einingum jafnar út sveiflur í útihitastigi. Á köldum vetrarnóttum er inni þægilegur hiti, á heitum sumardögum – þægilegur svali.

bauroc FRAMLEIÐSLUFERLIÐ

Líkja má framleiðsluferli bauroc við brauðbakstur. Í blöndu grunnefna og vatns „deigið“, er bætt áldufti „lyftidufti“, sem kemur tilteknum efnahvörfum af stað. Af þessu leiðir að blandan lyftist og stífnar síðar. Vetnisgas losnar, og efnisuppbyggingin með lokuðum holrýmum verður til. Eftir að blandan hefur stífnað, er hún skorin í réttar stærðir, á meðan stífleikinn er hæfilegur. Notaðar eru vélar með skurðarvírum.

bauroc-vörurnar fá sinn endanlega styrk í þrýstiklefum (bökunarofnum) með gufumeðferð við hátt hitastig og þrýsting. Við þrýstiklefameðferðina myndast einsleitt nýtt steinefni, nefnt tobermorit. Það hefur gleypa uppbyggingu, en mikinn styrk og lága eðliþyngd. Eftir þetta síðasta framleiðslustig er bauroc vörunum pakkað á bretti og vafin plastfilmu.