bauroc ACOUSTIC

bauroc ACOUSTIC-einingarnar veita bestu hljóðeinangrun allra bauroc-eininga. Einingarnar eru framleiddar úr frauðsteypu með eðlisþyngd 575 kg/m³ og þrýstiþol fb=4,0 N/mm². ACOUSTIC-einingar fást í 2 þykktum (250 mm, 150 mm).

Notkunarsvið

Há eðlisþyngd bauroc ACOUSTIC-eininganna tryggir betri hljóðeinangrun. Þær ná nota jafnt burðarveggi sem milliveggi innanhúss án burðar, þar sem krafist er góðrar hljóðeinangrunar. Þær henta einnig í útveggi með aukinni varmaeinangrun. ACOUSTIC- og HARD-einingar hafa svipaða hljóðeinangrunareiginleika.

bauroc ACOUSTIC 250 (48 dB): henta t.d. til notkunar í veggi milli sjúkrastofa á spítölum, milli skólastofa í skólum og leikskólum, og á skrifstofum.

bauroc ACOUSTIC 150-einingar má nota í marglaga vegghönnun (60 dB). Hér er átt við veggi milli íbúða í fjölbýlishúsum, tæknirýma þar sem hávaðamengun er umtalsverð, og annarra vinnurýma.

Lögun og flokkun

bauroc ACOUSTIC- einingarnar teljast sem múrsteinseiningar í 1. flokki, sem uppfyllir kröfur til múrsteina í samhæfðum staðli og er CE-merktur.
Um er að ræða ferhyrnda múrsteina með sléttu yfirborði.

Vinnuleiðbeiningar

bauroc-einingar eru festar saman með þunnri múrfúgu. Slétt yfirborð og nákvæmni í ytri málum eininganna gera þetta mögulegt. Fúgurnar hindra myndun kuldabrúa, og tryggja veggnum meiri þéttleika og styrk.
Til þessa verks er notaður bauroc-þunnmúr sem hefur þrýstiþol ≥10 N/mm². Allar láréttar fúgur skal fylla af þunnmúrnum af mikilli vandvirkni. Fúgurnar skulu ekki vera þynnri en 1 mm og ekki þykkari en 3 mm. Andstætt CLASSIC-einingunum, eru báðir endar þeirra sléttir og án nótar. Við múrvinnu skal einnig bera bindimúr á endafleti. Forsenda fyrir góðri hljóðeinangrun er, að allar láréttar og lóðréttar fúgur séu algerlega fylltar af bindimúr.

Mál

Vara Lengd (mm) Breidd (mm) Hæð (mm)
ACOUSTIC 250 600 250 200
ACOUSTIC 150 600 150 200

Pökkun og flutningur

Einingunum er pakkað á vörubretti, 0,8 x 1,2 m, og vafðar krumpufilmu til varnar veðrun.

Kennitölur til magnreikninga

Vara kg/stk stk/m² stk/bretti m²/bretti  Efnisnotkun þunnmúrs  (kg/m²)
ACOUSTIC 250 23,3 8,3 48 5,76 6,5
ACOUSTIC 150 14,0 8,3 80 9,60 4,9

Tækniupplýsingar fyrir bauroc ACOUSTIC -einingar er að finna hér.