Hlaðið yfir op

Þegar hlaðið er yfir yfir op í bauroc einingaveggjum, henta bæði staðlaðir bauroc burðarbitar, sem og burðarbitar tilsniðnir eða steyptir á byggingarstað. Mælt er þó með notkun bauroc frauðsteypuburðarbita. Einnig má nota stál- og strengjasteypubita. Sem dæmi má einnig nefna bita úr járnbentri steinsteypu, steypta í mótum á byggingarstað. Nota má trémót eða bauroc U-bita sem mót.

Einingar sem undirstaða burðarbita

Flötur undirstöðunnar skal vera jafn og réttur, og byggður úr heilum einingum. (athugið að ekki er krafist að nein sérstök gerð sé notuð, einungis að þær séu heilar, ekki sagaðar eða skornar). Fylla skal fúgur undirstöðueininga, svo og í næstu röð fyrir neðan (engin loftrými í fúgum) Lengd fylltu fúgunnar skal vera a.m.k. tvöföld lengd undurstöðuflatarins eða ~600 mm.

Mælt er með notkun bauroc burðarbita yfir op í veggjum úr bauroc einingum. Við mælum með járnstyrkingum í neðstu fúgur umhverfis gluggaop, og í fúgur milli burðarbita og undirstöðu, með 900 mm löngum styrktarjárnum (8 mm) sem þrýst er inn í fræstar nótir í einingunum.

Sé þess þörf, má stilla af stærð dyra- og gluggaopa með því að nota bauroc eininga af hæfilegri stærð.  Við vinnu með ECOTERM+ -einingar er t.d. unnt að koma fyrir þynnum, skornum í réttum málum úr ELEMENT 100-plader. Þunnmúr bauroc hefur eftir hörðnun, nægilegan styrk til að tryggja tengingu veggs og burðarbita.

bauroc-frauðsteypuburðarbitar

bauroc-burðarbitar eru gerðir úr frauðsteypu, járnstyrktir, og ætlaðir yfir op í veggjum byggðum úr bauroc einingum.
Í hönnun og útreikningum fyrir bauroc-burðarbita er gert ráð fyrir tiltekinni lengd undirstöðu og burðargetu. Burðargeta mismunandi bita getur verið 15 kN/m, 20 kN/m og 30 kN/m. Burðargetan sýnir mesta leyfða, jafnt dreifða álag í kN/m án þess að eigin þyngd burðarbita sé reiknuð með. Við hönnun og málsetningu burðarbita er tekið tillit til fasts og breytilegs álags.
Styrking bauroc-burðarbita felst í að komið er fyrir langjárnum, soðnum saman með þverliggjandi járnum, og myndast þannig einsleitt styrkingarnet. Styrkingarnetin eru tæringarvarin.

Tækniupplýsingar og nákvæm mál má sjá hér.

Punkt- og flatarálag

Forðast ber að leggja punkt- eða staðbundið álag á bauroc burðarbita. Sé slíkt óhjákvæmilegt, ber að ganga úr skugga um, með statískum útreiknigum að hvergi geti slíkt álag farið yfir leyfð mörk.

Kiknun

bauroc-burðarbitar eru málsettir þannig að kiknun þeirra við langtímaálag af völdum eigin þyngdar og annars ytra álags, sé minni en L/400. Að jafnaði er kiknunin enn minni.

Lengd undirstöðuflata

Mælt er með að lengd undirstaða fyrir bauroc-burðarbita í hlöðnum veggjum sé 300 mm, algert lágmark er 200 mm. Sé bil milli undirstaða langt, eða álag mikið, er í vissum tilvikum nauðsynlegt að lengja undirstöðufleti enn frekar, til þess að tryggja að lóðrétt álag fari hvergi yfir leyfð mörk í neðstu lögum veggjarins.

Veikingar í þversniði burðarbita

Allar veikingar í þversniði burðarbita, að undanteknum litlum götum (Ø ≤ 30 mm) og litlum nótum (mesta dýpt 20 mm), skal ekki undir neinum kringumstæðum skadda styrktarnet burðarbitanna !
Ekki skal stytta lengd burðarbita eða fræsa nótir fyrir styrkingar í yfirborð þeirra.

Burðarbitar úr U-EININGUM

Við hönnun burðarbita gerðum úr bauroc U-EININGUM skal farið eftir almennum hönnunarforsendum fyrir járnbent steinsteypuvirki. Í slíkum tilvikum gegna bauroc U-EININGAR hlutverki múrhúðunar og mynda burðarbitann ásamt innsteyptu steinsteypunni. Burðarbitarnir skulu vera svo stífir sem unnt er (beygja ≤L/400) til að forðast að efnið í undirstöðum molni. Nákvæm utanmál U-EININGA er hér að finna.