bauroc U-Einingar

U-PLOKK

bauroc U-EININGAR eru framleiddar úr frauðsteypu með eðlisþyngd 300 kg/m³, 375 kg/m³ og 450 kg/m³. U-einingar í óskaðri stærð eru sagaðar úr  bauroc U-EININGUM eftir þrýstisteypuferlið.

Notkunarsvið

U-EININGAR eru notaðar til að steypa steinsteypubita til að stífa af byggingar og til styrktar undir loftbita og-einingar. U-EININGAR henta einnig til að steypa heila loftbita á notkunarstað. Í þeim tilvikum koma U-EININGARNAR í stað klæðningar, en hönnun loftbitanna er lýtur venjulegum forskriftum fyrir járnbenta steinsteypubita.

Lögun og flokkun

Tækniupplýsingar fyrir U-EININGAR eru þær sömu og fyrir ECOTERM+ – og CLASSIC-einingar af sömu þykkt. Um er að ræða rennuformaða múrsteina með sléttu yfirborði.

Vinnuleiðbeiningar

Þegar steinsteypubitar eru steyptir, skal múra U-EININGARNAR þétt saman með bauroc þunnmúr, þannig að samfelld renna myndist. Leggið járnbendingu í rennuna samkvæmt hönnun, og fyllið með steinsteypu. Eftir hörðnun má bæta við þeim burðarbitum og lofteiningum sem gert er ráð fyrir. Mikilvægt er að allur burður hvíli á steinsteypunni, en ekki á U-EININGUNUM úr frauðsteypu.
Hægt er að steypa loft- eða burðarbita á tvennan hátt með U-EININGUM.
1. Burðarbitar eru steyptir á föstu undirlagi og lyft á sinn stað eftir hörðnun.
2. Yfir glugga- og dyraop er byggt trémót, þar sem U-EININGUNUM er komið fyrir, og burðarbiti steyptur að því loknu. Trémót er fjarlægt eftir hörðnun. Burðarbitar með U-EININGUM verða að hvíla á vegghleðslu í báða enda, lengd berandi eininga skal vera a.m.k. 250 mm. Ekki mega vera samskeyti í burðarflötum.

Mál

Vara Lengd (mm) Breidd (mm) ð (mm)
U 500 500 500 200
U 375 500 375 200
U 300 500 300 200
U 250 500 250 200
U 200 500 200 200

Pökkun og flutningur

 

Einingunum er pakkað á vörubretti, 0,8 x 1,2 m, og vafðar krumpufilmu til varnar veðrun. Merkimiðar í mismunandi litum eru notaðir til auðkenningar á gerð eininga. Blár miði auðkennir U-einingar.

Kennitölur til magnreikninga

Vara kg/stk stk/bretti
U 500 14,7 10
U 375 11,9 20
U 300 12,4 20
U 250 9,2 30
U 200 7,4 40

Tækniupplýsingar fyrir bauroc U-einingar er hér að finna.