bauroc HARD

bauroc HARD-einingarnar hafa mest þrýstiþol í vörulínu bauroc (5 MPa). bauroc HARD-einingar eru framleiddar úr frauðsteypu með eðlisþyngd 575 kg/m³ og þrýstiþol fb=5,0 N/mm². Einingarnar fást í 3 þykktum (300 mm, 250 mm, 200 mm). HARD-einingarnar eru nokkru styttri en aðrar bauroc einingar eða 600 mm.

Notkunarsvið

HARD-einingarnar hafa mest þrýstiþol í vörulínu bauroc, og henta því til framkvæmda þar sem mikils styrks er krafist. HARD-einingar má einnig nota til byggingar kjallaraveggja. Algengt er að nota bauroc HARD-Einingar með bauroc -CLASSIC, allt eftir álagi á hverjum stað. Ofte forekommer det, at bauroc CLASSIC delvis erstattes af bauroc HARD-blokke på grund af forskellige belastninger. Útveggir byggðir úr HARD- einingum, þarfnast frekari varmaeinangrunar.

Lögun og flokkun

bauroc UNIVERSAL einingarnar teljast sem múrsteinseiningar í 1. flokki, sem uppfyllir kröfur til múrsteina í samhæfðum staðli og er CE-merktur.
Um er að ræða ferhyrnda múrsteina með sléttu yfirborði og lóðrétta nót á öðrum endanum.

Vinnuleiðbeiningar

bauroc-einingar eru festar saman með þunnri múrfúgu. Slétt yfirborð og nákvæmni í ytri málum eininganna gera þetta mögulegt. Fúgurnar hindra myndun kuldabrúa, og tryggja veggnum meiri þéttleika og styrk.
Til þessa verks er notaður bauroc-þunnmúr sem hefur þrýstiþol ≥10 N/mm². Allar láréttar fúgur skal fylla af þunnmúrnum af mikilli vandvirkni. Fúgurnar skulu ekki vera þynnri en 1 mm og ekki þykkari en 3 mm. Í hverri lóðréttri fúgu verður a.m.k. ein eining hafa nót. Til þess að tryggja þéttleika lóðréttu fúganna skal fylla þessar nótir með bauroc-þunnmúr.

Mál

VaraLengd (mm)Breidd (mm)Hæð (mm)
HARD 300600300200
HARD 250600250200
HARD 200600200200

Pökkun og flutningur

Einingunum er pakkað á vörubretti, 0,8 x 1,2 m, og vafðar krumpufilmu til varnar veðrun.

 

Kennitölur til magnreikninga

Varakg/stkstk/m²tstk/brettim²/brettilEfnisnotkun þunnmúrs
(kg/m²)
HARD 30027.98,3404,87,5
HARD 25023,38,3506,06,5
HARD 20018,68,3606,25,7