bauroc festingar

bauroc SKRUE

Gengja bauroc SKRÚFUNNAR er sérhönnuð og ætluð til notkunar í gleyp efni, gengjulengdin er 60 mm. Þvermál skrúfunnar er 8,0 mm og hún hefur undirzinkaðan haus með Torx 30-spori. Skrúfurnar eru húðaðar með CorrSeal, sem verndar gegn tæringu. Skrúfurnar fást í lengdunum 65 mm (100 stk í pakka) og 90 mm, 110 mm og 130 mm (50 í pakka). bauroc SKRÚFUR má skrúfa beint í bauroc einingar án forborunar. Einnig má forbora göt með 1-2 mm minna þvermáli til að tryggja hald. bauroc SKRÚFUR henta til festinga á lektum, öðru timbri, og veggfestum húsgögnum í veggi, byggða úr bauroc einingum. Við ákvörðun skrúfufjölda, skal taka tillit til þyngdar þess sem festa skal, og gerðar bauroc veggeininganna.

Tækniupplýsingar um bauroc skrúfur

bauroc-einingar Togspenna (kN) Þverspenna (kN)
ECOTERM+ eðlisþyngd 300 kg/m³ 0,24 0,30
CLASSIC eðlisþyngd 425 kg/m³ 0,47 0,30
ACOUSTIC eðlisþyngd 575 kg/m³ 0,75 0,30

Festingar fyrir léttsteypu

Nota má ýmiss konar skrúfur og tappa frá mörgum framleiðendum til festinga í bauroc veggi. Þessar vörur má fá í byggingavöruverslunum. Unnt er að festa létta myndir í bauroc veggi með venjulegum saum. Að jafnaði má festa vegghengd húsgögn með bauroc SKRÚFUM. Sé um að ræða vegghengda hluti sem eru hertir eða fjarlægðir af og til, mælum við men að nota múrtappa. Við mjög þunga vegghengda hluti mælum við með festingum gegnum vegginn með lektum.

 

 

Gerð festingar Notkunarsvið
Léttsteyputappi KBT; KBTM til að festa eldhúsinnréttingar, vaska, ofna og fl.
Nylontappi NAT L til að festa útihurðakarma gardínufestingar,
hillur, spegla og fl.
bauroc SKRÚFA il að festa lektur, timbur, húsgögn og fl.
Hurðakarmatappi KAT N til að festa vegglektur, karma fyrir innihurðir gluggakarma,
Snitteinar – límdir eða innsteyptir l að festa karma f. brunavarnahurðir, málmkarma, vaska og fl.

Togkraftar í festingum (kN)

Bauroc-einingar Eðlisþyngd
(kg/m³)
Bauroc
SKRÚFA
Múrtappi KBT 8 ESSVE léttsteypuskrúfa
8×200
Heavy Load skrúfa
10×185
ECOTERM+ 300 0,24 0,32 0,43 0,68
CLASSIC 425 0,47 0,61 0,55 2,51
ACOUSTIC 575 0,75 0,79 1,26 2,78