MURFOR-Styrking

Vuugisarrus Murfor® Compact-A

Vuugisarrus Murfor® Compact-A

Murfor® Compact-A fúgustyrking

Murfor® Compact-A fúgustyrking er et ofið stálnet, afgreitt í rúllum. Á hverri rúllu eru 30 m, og þau fást í teim breiddum – 40 mm og 80 mm. Vegna lítils þunga (rúllan er 3 kg) og utanmála eru rúllurnar auðveldar í flutningi og meðhöndlun, ekki er þörf á lyftibúnaði. Auðvelt er að rúlla þeim út og klippa viðeigandi lengdir af þeim, sem dregur úr sóun.

Ekki er krafist notkunar styrkinga við uppsetningu einingaveggja og -lofta, en mælt er engu að síður með því. Murfor® Compact-A styrktarnet er notað til að draga úr hættu á sprungumyndun í bauroc-einingaveggjum. Að jafnaði er ekki þörf á styrkingu í veggjum án burðar, sem eru styttri en 3 m. Við uppsetningu bauroc-einingaveggja er mælt með að koma fyrir styrkingu í fyrstu (neðstu) fúgu, síðan hverja fjórðu fúgu, og efstu fúgu á hverri hæð, eins og sýnt er á mynd 1.

Figur 1

Styrktarnetinu er komið fyrir með því að rúlla því út, beint á hreinsað yfirborð eininganna. Nota skal eina eða tvær raðir Murfor Compact-A styrktarnets, hlið við hlið, allt eftir breidd eininga.

Murfor Compact-A leiðbeiningamyndband

Breidd einingasGerð styrktarnets og fjöldi í fúguÆtluð notkun m/m2
5002 x Compact A-402,86
3752 x Compact A-402,86
3002 x Compact A-402,86
2502 x Compact A-402,86
2001 x Compact A-801,43
1501 x Compact A-401,43
1001 x Compact A-401,43

Samsetning styrktarneta

Þegar Murfor® Compact-A styrktarnet eru sett saman, skal alls ekki leggja annað ofan á hitt ! Klippið þverbönd frá allt að 25 frá enda og víxlleggið langbönd á því svæði, þannig að þykkt styrktarnetsins aukist ekki á samsetningarsvæðinu.

.

Önnur aðferð er að leggja 25 cm langa sérsniðna „tönn“ á samsetninguna eins og sýnt er á myndinni.

 

Séu tvö samsíða net í fúgunni, skulu vera a.m.k. 50 cm á milli samsetninga.

 

Samsetningar í mismunandi fúgum skal ekki staðsetja beint fyrir ofan hverja aðra.

Hornastyrking


 

bauroc 200mm+Murfor 80mm

bauroc 250mm+Murfor 2x40mm

bauroc 500 mm+Murfor 2x40mm

 

 

 

Murfor EFS/Z styrking

Murfor EFS/Z er fúgustyrking gerð úr galvaníseruðu stáli, tilbúin til notkunar. Þessi styrking er ætluð til styrkingar í þunnri límfúgu. Skörun við samsetningu er 250 mm.

murfor  murfor

Mál Murfor EFS/Z styrkingar (mm)

GerðLengdMurfor1Murfor2Murfor3Notkunarsvið, einingaþykkt, mm
Murfor 403050408 x 1,51,5100
Murfor 903050908 x 1,51,5150, 200
500 (2 samsíða styrkingar)
Murfor 14030501408 x 1,51,5250
Murfor 19030501908 x 1,51,5300, 375

 

Meðalnotkun Murfor styrkinga 0,5 stk. á 1 m² tilbúins veggjar.

Við styrkingar bauroc vegghorna er mælt með notkun Murfor EFS/Z styrktarvinkla. Murfor styrktarvinkill er þunnt galvaníserað styrktarjárn, beygt í 90°horn. Ytri mál eru 500x500x1,5 mm.

murfor_sturis_1murfor_sturis murfor_nurk