Engin mygla þegar þú notar Bauroc milliveggjastein

17.08.2021

Bauroc milliveggjasteinn er einstakt byggingarefni sem hentar sérstaklega vel í milliveggi. Bauroc stenst ítrustu kröfur, sem gerðar eru til brunaþols, hljóðeinangrunar og rakaþols. Bauroc er umhverfisvænt byggingarefni sem auðvelt er að vinna.

Mygla er vandamál í íbúðarhúsum

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að mygla elski pappírinn og límið sem er á gifsplötum og að „maður eigi í rauninni ekki að nota gifs þar sem er votrými. Það sama má lesa út úr orðum Dr. Björns Marteinssonar, sem sagði frá því í fyrirlestri, að í einni íbúð hefði fundist ólykt nærri baðherbergi. Leki sást og það var opnað inn í veggin og á milli gifsplatna í veggnum (2-falt gifs) var mygla.
Út frá þessu má því álykta að aldrei ætti að nota gifs í milliveggi í votrýmum eða þar sem vatn er. Bauroc þolir hinsvegar vatn mjög vel og mygla þrífst ekki í steininum. Með því að nota Bauroc fæst traustur veggur, sem myglar ekki og hljóðeinangrar vel. Að sjálfsögðu er mikilvægt að ganga vel frá Bauroc veggjum í blautrýmum, nota kvoðu (dúk í dós) undir flísalögn, t.d. frá Murexin og þannig gera blautrýmin pottþétt vatnsþétt.

Frábær lausn fyrir alla milliveggi

 

Bauroc milliveggjasteinn er frábær lausn fyrir alla milliveggi. Það er fljótlegt að hlaða veggi með Bauroc og veggirnir eru tilbúnir fyrir sandspörtlun strax eftir hleðslu. Þetta styttir byggingartíma umtalsvert.

Bauroc frauðsteypa skilar réttum og endingargóðum veggjum

Bauroc henta líka mjög vel við endurbætur og breytingar. Steinarnir eru réttir og það þýðir að auðvelt að hlaða beina og fallega veggi. Hægt er að saga steinana með handsög og mjög auðvelt er að fræsa fyrir lögnum.

Góð hljóðeinangrun og betri loftgæði

Bauroc milliveggjasteinn eru hljóðeinangrandi sem þýðir að minni hávaði berst milli rýma. Þessi eiginleiki þýðir að Bauroc er mikið notaður þar sem miklar kröfur eru gerðar um góða hljóðeinangrun s.s. í hótelbyggingum og lúxus íbúðum. Náttúruleg efnin í Bauroc jafna rakasveiflur innanhúss og gefa ekki frá sér rokgjörn lífræn efnasambönd (VOC). Bauroc er með flokkunina M1, sem byggingarefni fá sem tryggja góð loftgæði

Góð reynsla af Bauroc á Íslandi

Bauroc hefur reynst mjög vel á Íslandi. Bæði er auðvelt að hlaða veggina og fljótlegt að klára frágang þeirra með sandspartli.

Góð reynsla af Bauroc hleðslusteinum á Íslandi

Bauroc hefur verið notað í fjölbreytt verkefni hérlendis, s.s. einbýlishús, iðnaðarhúsnæði og hótel. Þar sem miklar kröfur eru gerðar um góða hljóðvist, raka- og brunaþol, þar á Bauroc heima.

Fáðu nánari upplýsingar um hvernig Bauroc getur hjálpað þér að byggja betur. Sendu okkur póst á sala@murbudin.is eða hafðu samband í síma 412-2500.