bauroc frauðsteypa er óeldfimt efni sem stenst vel áhrif háhita í margar klukkustundir. Brunatæknileg flokkun bauroc-frauðsteypu er A1. Frauðsteypan hefur einnig gott skammtímaþol við mjög hátt hitastig, þar sem frauðuppbygging efnisins verndar það mun betur gegn skemmdum af völdum vatnsgufu, en gerist t.d. í venjulegri steinsteypu.
Við upphitun losnar vatnsgufa úr efninu, rakastig lækkar og frauðsteypan rýrnar. Allnokkur rýrnun á sér stað í nokkurra klukkustunda bruna við 200 – 300°C. Við frekari hækkun hitastigs er rýrnunin jöfn, þar til hún eykst enn við um 700°C.
Þar sem varmann leiðir afar hægt inn í efnið, eru skemmdir við skammvinnan bruna að jafnaði afar lítlar. (Yfirleitt er um að ræða lítil sprungunet við yfirborð, sem myndast við rýrnun efnisins, og hafa ekki áhrif á styrk þess).
Vegna uppgufunar eðlis- og efnafræðilega bundins raka, lækkar einnig eðlisþyngd efnisins við bruna.
Við hitastig upp í +700°C verða ekki breytingar á þrýstiþoli. Fari hitastig umfram þessi mörk, fellur þrýstiþol línulega, þannig að við +800°C hefur það fallið um 50 % af upphaflegu gildi, og er nær horfið við +900 °C.
Tafla. Brunaþol bauroc hleðsluveggja
Þykkt hleðslu (mm) |
Brunaflokkun |
500 | REI 240 |
375 | REI 240 |
300 | REI 240 |
250 | REI 240 |
200 | REI 240 |
150 | R 120; EI 240 |
100 | EI 120 |
75 | EI 90 |