bauroc CLASSIC-einingar eru framleiddar úr frauðsteypu með eðlisþyngd 375 kg/m³ og þrýstiþol fb=2,5 N/mm². Ytri mál UNIVERSAL – eininga eru 600x300x200 mm.
Gagnstætt öllum öðrum bauroc einingum, hafa UNIVERSAL-einingarnar engar nótir, þ.e. yfirborðsfletir eru sléttir. Þetta gerir mögulegt að leggja einingar jafnt liggjandi (breidd 300 mm) sem standandi (breidd 200 mm) . Hleðsla 200 mm – veggja er sérlega fljótleg, með því að raða einingunum á þennan hátt, verður efnisnotkun aðeins 5,6 einingar/m². Vegna byggingarhraða og hagstæðs verðs, henta UNIVERSAL- einingarnar sérlega vel í stærri verkefnum.
bauroc UNIVERSAL- einingar má nota jöfnum höndum í burðarveggi húsa, sem milliveggi án burðar. Útveggir byggðir úr UNIVERSAL- einingum, þarfnast frekari varmaeinangrunar.
bauroc UNIVERSAL einingarnar teljast sem múrsteinseiningar í 1. flokki, sem uppfyllir kröfur til múrsteina í samhæfðum staðli og er CE-merktur. Um er að ræða ferhyrnda múrsteina með sléttu yfirborði.
bauroc UNIVERSAL- einingar má múra fastar við aðrar veggeiningar þar sem venjulegur múr hefur verið notaður. Aeroc mælir með notkun þunnmúrs á veggeiningar, þar sem það dregur úr varmatapi gegnum fúgur. Einnig er lokafrágangur veggs auðveldari, hafi þunnmúr verið notaður.
Við byggingu styttri veggja, þar sem álag er lítið, má sleppa því að fylla í lóðréttar fúgur. Við byggingu veggja sem þurfa að hafa meiri burð, og langra veggja, er mælt með fyllingu lóðréttu fúganna, þar sem veggir með fylltum lóðréttum fúgum eru loftþéttari fyrir lokafrágang (pússun) veggsins.
Vara | Lengd (mm) | Breidd (mm) | Hæð (mm) |
bauroc UNIVERSAL(standandi) | 600 | 200 | 300 |
bauroc UNIVERSAL(liggjandi) | 600 | 300 | 200 |
Einingunum er pakkað á vörubretti, 0,8 x 1,2 m, og vafðar krumpufilmu til varnar veðrun. Merkimiðar í mismunandi litum eru notaðir til auðkenningar á gerð eininga. Svartur miði auðkennir UNIVERSAL-einingar.
Vara | kg/stk | stk/m² | stk/bretti | m²/bretti | Efnisnotkun þunnmúrs (kg/m²) |
bauroc UNIVERSAL(stående) | 18,2 | 5,6 | 40 | 7,2 | 3,6 |
bauroc UNIVERSAL(liggjandi) | 18,2 | 8,3 | 40 | 7,2 | 7,5 |
Tækniupplýsingar fyrir bauroc UNIVERSAL -einingar er að finna hér.