bauroc VEGGEININGAR

bauroc VEGGEININGAR

bauroc VEGGEININGAR

bauroc VEGGEININGAR eru frauðsteypuplötur styrktar með vírneti, sem nota má til uppsetningar milliveggja, án burðar, innan- og utanhúss. Einingarnar eru settar upp liggjandi, á snertiflöt er lagður bauroc þunnmúr, sem þéttir láréttu fúgurnar, og endar eininganna eru festir á berandi hluta bygginganna (steinsteypu- eða stálsúlur). Til þess að koma einingunum fyrir, er notuð til þess gerð töng.

Notkunarsvið

Aðalnotkunarsviðið eru brunavarnarveggir (EI) svo og höggþolnir brunavarnarveggir (EI-M með veggþykkt yfir 200 mm) í íþróttasölum, vörugeymslum og landbúnaðarskemmum.  bauroc VEGGEININGAR henta einnig til uppsetningar á inn- og útveggjum fyrir önnur upphituð og köld rými. bauroc -einingaveggir, 250 mm eða þykkari, þarfnast, í iðnaðarhúsnæði, að jafnaði ekki frekari einangrunar. Einingaveggur, 250 mm þykkur, hefur  varmaleiðnistuðul U=0,57W/m²K.

Kostir bauroc veggeininga– Eldfastar. Allir veggir úr bauroc VEGGEININGUM hafa brunaflokkunina EI240.
– Höggþolnar. Vegna styrktarvírnetsins eru veggir, reistir úr bauroc VEGGEININGUM – mjög höggþolnir.
– Léttir. Veggir reistir úr einingum innanhúss, þurfa að jafnaði engan sökkul og má reisa beint á steinsteypt gólf.
– bauroc VEGGEININGAR þenjast ekki við upphitun í sólskini.
– bauroc VEGGEININGAR hafa góða hljóðeinangrandi eiginleika. Grófleiki yfirborðs þeirra  tryggir lítið hljóðendurkast. Þetta er mikilvægt, t.d. í iðnaðarhúsnæði, þar sem vélar eru í notkun.
– Gróft yfirborð bauroc VEGGEININGA hafa jákvæð áhrif á rakastig bygginga.
– Ekki er nauðsynlegt að ganga frekar frá yfirborði bauroc VEGGEININGA, jafnt innan- sem utandyra. Sé þess óskað af útlitslegum ástæðum, má mála veggina með kalkmálningu eða sprautuðu spartli, innandyra einnig með allri algengri málningu.
– Vegna lágrar varmaleiðni bauroc VEGGEININGA úr frauðsteypu, er ekki þörf á frekari varameinangrun iðnaðar- og landbúnaðarhúsnæðis, þar sem þykkt veggjanna er 250 mm og yfir. Veggur úr bauroc VEGGEININGUM 250 mm þykkur, hefur varmaleiðnistuðul U=0,57W/m²K.

Afgreiðslutími

bauroc VEGGEININGAR eru ekki lagervara, en eru aðeins framleiddar eftir pöntun. Við gefum upp afgreiðslutíma við pöntun. Hann er að jafnaði 5-8 vikur eftir staðfestingu pöntunar.

Lögun og stærðir veggeininga

Kantar bauroc VEGGEININGA eru sléttir, hæð þeirra er er 600 mm og þykktir 150, 200, 250, 300 eða 375 mm. bauroc VEGGEININGAR fást í lengdum frá 1,2 m upp í 6,0 m (í 0,2 m þrepum). Lengdir má einnig sérpanta eftir samkomulagi.

Tækniupplýsingar fyrir bauroc VEGGEININGAR

Veggeiningarnar eru framleiddar úr frauðsteypu, meðaleðlisþyngd þeirra er  525 kg/m³ (±25 kg/m³). Í hverri einingu er að finna tvö styrktarnet sem tryggja styrk og öryggi þeirra. Varmaleiðni:  λ10, þurrar =0,13 W/(m²K).

Tafla. Tækniupplýsingar fyrir bauroc Veggeiningar

Breidd / hæð / lengd, mm Þyngd, kg Brunaflokkun,
EI
Brunaflokkun,
EI-M
Varmaleiðni við 5% raka Notkunarsvið
150 / 600 / 6000 381kg EI 240 0,9 W/(m²K) Brunaveggir: EI240, þar sem ekki er krafist höggþolsflokkunar
200 / 600 / 6000 506kg EI 240 EI-M 90 0,7 W/(m²K) Brunaveggir: flokkar EI-M 90 / EI 240
250 / 600 / 6000 626kg EI 240 EI-M 180 0,57 W/(m²K) Brunaveggir: flokkar EI-M 180 / EI 240,ætlað í útveggi U=0,57… 0,49 (raki 5%…1%)
300 / 600 / 6000 747kg EI 240 EI-M 180 0,49 W/(m²K) Brunaveggir: flokkar EI-M 180 / EI 240, ætlað í útveggi  U=0,49… 0,41 (raki 5%…1%)
375 / 600 / 6000 929kg EI 240 EI-M 180 0,4 W/(m²K) Brunaveggir: flokkar EI-M 180 / EI 240, ætlað í útveggi U=0,4…0,33 (raki 5%…1%)

Skurður og götun veggeininga

Ekki er unnt að stytta veggeiningarnar, þar sem við það skaddast styrktarnetin. Við dyraop skal nota styttri einingar við hlið opsins. Ofan þess er síðan komið fyrir lengri einingu. Sé þörf á minni götum, eða að brjóta gat í vegg, skal hafa samband við tæknideild Bauroc

Uppsetning veggeininga

Í öllum tilvikum skal koma fyrir rakaþéttingu undir neðstu veggeiningar. Fyrstu einingunni er komið fyrir á sökkli eða steyptu undirlagi. Sléttið ójöfnur með múr. Allar einingar sem á eftir koma eru festar með bauroc-þunnmúr. Enda veggeinganna skal festa á steinseypu- eða stálsúlur. Hafið samband við tæknideild Bauroc sé nánari upplýsinga óskað.

seinapaneel_3d_1 seinapaneel_3d_2