bauroc LOFTEININGAR/ ÞAKEININGAR

bauroc LOFTEININGAR/ ÞAKEININGAR

bauroc LOFTEININGAR/ ÞAKEININGAR

Auk eininga og bita, býður bauroc einnig upp á lofteiningar.

bauroc LOFTEINING er styrkt frauðsteypuplata, sem nota má sem berandi og einangrandi klæðningu í milliloft og þök í íbúðarhúsnæði. LOFTEININGAR má einnig setja upp með halla, sem hentar fyrir hús með risi.

Afgreiðslutími

bauroc LOFTEININGAR eru ekki lagervara, en eru aðeins framleiddar eftir pöntun. Við gefum upp afgreiðslutíma við pöntun. Hann er að jafnaði 3 vikur til 2 mánuðir eftir staðfestingu pöntunar.

Mál lofteininga

Breidd bauroc LOFTEININGA er 600 mm og hæðin er 250 mm. bauroc LOFTEININGAR eru framleiddar í tilteknum lengdum. Hámarkslengd er 6,0 metrar; Þetta ræðst af stærð frauðsteypumótanna. Í töflu hér að neðan má sjá mögulegar lengdir. Afgreiðslutími er 3-5 vikur. Samkvæmt samkomulagi við framleiðanda er unnt að fá þær steyptar í sérlengdum (í 200 mm þrepum), svo og einingar sem eru mjórri en þær stöðluðu.

Til viðbótar við 600 mm breiðar þiljar framleiðum við einnig 300 mm breiðar þiljar sem eru ætlaðar til notkunar milli tveggja 600 mm breiða loftþilja eða sem ysta þiljan. Ein hlið 300 mm loftþilja eru alltaf með raufum, en aðrar eru annað hvort milliþiljur eða fullkomlega sléttar.

Sérstök mál verða að vera tilgreind af framleiðanda eða fulltrúa hans.

Teikning. Gerðir 300 mm breiðra loftþilja.

Tækniupplýsingar fyrirb LOFTEININGAR

Breidd
(mm)
Hæð
(mm)
Lengd plötu
Lengd einingar (mm)
600 250 2400/
2387
2600/
2586
2800/
2785
3000/
2984
3200/
3183
3400/
3382
3600/
3581
3800/
3780
4000/
3979
4200/

4178

4400/

4377

 4600/

4576

 4800/

4775

 5000/

4974

 5200/

5173

 5400/

5372

 5600/

5571

 5800/

5770

6000/
5969
Þyngd einingar (kg) 248 268 289 310 330 351 371 393 417 438 463  484  510  536  563  588  615  638 665
Burðargeta 4,0 kN/m²
Eðlisþyngd 525 ± 25 kg/m³
 λ10,dry 0,13 W/mK

Burðargeta lofteininga

Lofteiningar eru hannaðar sem burðarbitar með undirstöðu á endum, og eru styrktar samkvæmt því, þannig að nægur burður er tryggður. Einingarnar uppfylla kröfur í staðli EN 12602:2008. Burðargeta eininganna er 4 kN/m². Þar er um að ræða jafnt álag sem leggja má á einingar í milligólfum eða þökum umfram eiginþyngd þeirra. Á grundvelli burðargetu má líkja bauroc LOFTEININGUM við strengjasteypueiningar. Þyngdin er þó aðeins um helmingur.

Götun og skurður lofteininga

Ekki skal stytta einingarnar þar sem á þverendum þeirra er að finna festistangir sem tryggja burð þeirra. Lagnaleiðir ættu að vera í og umhverfis fúgur eininganna. Við brúnir er óhætt að bora fyrir rörum allt að 100 mm inn í hverja einingu. Ekki skal bora stærri göt án samráðs við framleiðanda.

Undirstöður lofteining

Þar sem lofteiningar hvíla á veggjum, skal breidd undirstöðuflatar vera a.m.k. 90 mm (75 mm nægja, hvíli þær á stálbitum) Við statíska burðarþolsreikninga skal ganga út frá styrk og álagi á þau byggingarefni sem notuð eru í hverju tilviki. Mælt er með að uppgefnar breiddir hér að ofan séu hafðar meiri ef unnt er.

Langsum fúgur milli lofteininga

Eins og sjá má á mynd eru nótir af mismunandi breidd á köntum eininganna. Við uppsetningu skal gæta að því að einingarnar snúi allar í sömu stefnu – stór og lítil nót skulu snúa saman í fúgu. Þegar lofteiningum hefur verið komið fyrir, er sett styrking í fúgur að þær fylltar af viðeigandi múrblöndu. Efnisþörf er áætluð um 0,01m³ af múrblöndu á hvern fermeter lofts.

Notkun fúgu- og hringstyrkingar með múrblöndu, tryggir að milliloft með Bauroc LOFTEININGUM mun verða sem heil og stíf plata. Þvermál og staðsetning styrkinga eru ákvörðuð með statískum reikningum og gefin upp á viðkomandi byggingarteikningum. Hægt er að koma fyrir raflögnum og rörum í fúgur.