bauroc-BURÐARBITI er burðarbiti úr frauðsteypu með sléttu yfirborði og ferhyrndu þversniði. Styrkur bitanna fæst með notkun styrktarnets inni í bitunum. bauroc-BURÐARBITAR uppfylla kröfur til múrsteina í samhæfðum staðli og eru CE-merktir.
bauroc- BURÐARBITAR eru gerðir úr frauðsteypu með eðlisþyngd 525 kg/m³ og eru ætlaðir til notkunar yfir op í veggjum, byggðum úr bauroc einingum. Burðarbitarnir geta tekið á sig burð með ákveðinni lengd undirstöðu og geta tekið á sig jafnt línulegt álag. Ekki er mælt með að leggja umtalsvert punktálag á þessa gerð burðarbita. Burðarbitarnir eru nægilega styrktir til þess að leggja má lofteiningar beint ofan á þá, án aukaraðar af veggeiningum.
Burðarbitarnir fást í þykktum sem falla að bauroc veggeiningum. Hæð þeirra er 200 mm (hæð einnar veggeiningar), 400 mm (hæð tveggja veggeininga) eða 600 mm (hæð þriggja veggeininga).
Frá 150 mm þykkt og upp úr eru allir burðarbitar nothæfir sem berandi einingar í hleðslu. Burðargetu og aðrar tækniupplýsingar er hér að finna.
Allir burðarbitar með 100 mm þykkt, og einnig bauroc-BURÐARBITAR sem eru 150 mm þykkir og 1,2 m langir, hafa ekki burðargetu og eru ætlaðir yfir op í bauroc-milliveggjum án burðar. bauroc ábyrgist ekki á nokkurn hátt afleiðingar rangrar notkunar þessara bita. Þessir bitar eru það léttir að ekki er þörf á lyftibúnaði við notkun þeirra.
Tafla 1. Dæmigerð mál bauroc-burðarbita
Breidd x hæð (mm) | Lengd(mm) | 1200 | 1600 | 2000 | 2400 | 3000 | 3600 | 4000 | 4400 | 5200 | 6000 |
Breidd ops | 900 | 1200 | 1600 | 1900 | 2500 | 3100 | 3500 | 3800 | 4600 | 5400 | |
100 x 200 | • | • | • | • | |||||||
150 x 200 | • | • | • | ||||||||
200 x 200 | • | • | • | •• | |||||||
250 x 200 | • | • | • | •• | |||||||
300 x 200 | • | • | • | •• | |||||||
375 x 200 | • | • | • | •• | |||||||
500 x 200 | • | • | • | •• | |||||||
150 x 400 | • | • | |||||||||
200 x 400 | •• | •• | •• | • | • | • | |||||
250 x 400 | •• | •• | •• | • | • | • | •• | ||||
300 x 400 | •• | •• | •• | • | • | • | •• | ||||
375 x 400 | •• | •• | •• | • | • | • | • | ||||
500 x 400 | •• | •• | •• | • | • | • | • | ||||
200 x 600 | •• | •• | |||||||||
250 x 600 | •• | •• | |||||||||
300 x 600 | •• | •• | |||||||||
375 x 600 | •• | •• | |||||||||
500 x 600 | •• | •• |
Á endum bitanna er að finna litamerkingar sem sýna mál og stefnu bitanna.
Við uppsetningu burðarbita með hjálp krana eða annars lyftibúnaðar, skulu notaðar stroffur. Minni bitum má koma fyrir með handafli. Veitið athygli merkingum á enda bitanna. Örvar skulu vísa niður og texti á að snúa rétt.
Alls ekki má kom bitum fyrir þannig að ör vísi upp eða til hliðar.
Endar bitanna verða að hafa undirstöðu a.m.k. 250 mm út fyrir brúnir viðkomandi ops. (mælt er með 300 mm) Sé bitinn mjög langur, getur reynst nauðsynlegt að auka lengd undirstöðu. Undirstaðan verður að vera heil eining. Fúgur undirstöðueininga skulu ávallt vera fylltar bindimúr. Bitana skal einnig tengja undirstöðum með bauroc þunnmúr í fullri breidd fúgunnar. Við mælum með að hæð bita sé a.m.k. 400 mm þar sem aðstæður leyfa. Þar með er tryggður nægilegur burður og bitarnir bogna minna.
Styttið alls ekki burðarbita, né borið í þá göt eða nótir, né breytið þversviði þeirra á nokkurn hátt.
Burðargetu og aðrar tækniupplýsingar fyrir burðarbita er hér að finna.